Sveitabrauð

Það sem til þarf er:

1 brauð (ca. 12 sneiðar)

25 gr. smjör

2 msk. fljótandi hunang

3 dl vatn

300 gr. hveiti

100 gr. kornblanda ( frá Líf)

100 gr. hveiti fyrir brauð og pizzur (Kornax blár pakki)

Tæplega 2 tsk. þurrger

1 1/2 tsk. salt

1 egg, þeytt

Korn og fræ til að setja ofaná brauðið

Mér innst fátt betra en nýbakað brauð. Ilmurinn sem fyllir húsið þegar brauð er bakað segir "vertu velkominn" við þann sem finnur ilminn. Svo er það þetta dásamlega hljóð þegar hnífurinn fer í gegnum skorpunar þegar fyrsta sneiðin er skorin....... tær snilld!

Svona gerði ég:

Smjör, vatn og hunang er hitað í potti, svo smjörið bráðni. Kælt í líkamshita. Hveiti, korni, geri og salti hrært saman í skál, með sleif, þá er deginu hvolft á borðið og það hnoðað í 10 mín., eða þar til það verður teigjanlegt. Þá er það sett í olíusmurða skál og olíuborin plastfilma breiddd yfir og degið látið hefast á volgum stað í 2 tíma, eða þar til það er tvöfalt að stærð. Deginu er hvolt úr skálinni á hveitistráð borð og það hnoðað upp. 1/4 af deginu er tekinn frá og báðir hlutar eru mótaðir í kúlur, sá minni er settur ofaná þann stærri, og þær settar á ofnplötu með bökunarpappír á. Sleifarskaft er nuddað vel með hveiti og því stungið á botn í miðuna á deigkúlunum og skaftir svo snúið uppúr. Þetta er gert til að kúlurnar festist saman. Degið er hulið með olíuborinni plastfilmu og látið hefast í um 45 mín. Þá er degið smurt með þeyttu eggi og kornum og fræum dreyft ofaná, nokkrir skurðir skornir i huggulega í deigið. Ofninn er hitaður í 220°C með ofnskúffu í botninum á ofninum með tómu kökuformi í (ekki lausbotna) og ofngrindin þar fyrir ofan. Um leið og þú setur brauðið í ofninn er 1 bolla af vatni hellt í kökuformið svo það myndist gufa í ofninum, til að gera skorpuna á brauðinu ennþá betri. Brauðið er bakað á 220°C í 20 mín., þá er hitinn lækkaður í 180°C og bakað áfram í 30 mín. Látið kólna á grind í minnst 30 mín. (hahahaha..... mér tókst það ekki ;-) get aldrei beðið)

Verði þér að góðu :-)

Sveitó og rómó <3