Eggjasalat

Það sem til þarf er:

4 samlokur

Ísmolar til að kæla eggin með, eða snjóskafl

1 vorlaukur, í þunnum sneiðum

1 msk. kewpie japanskt majónes + meira til að smyrja með

1 msk. sýrður rjómi

1 1/2 tsk. hrísgrjónaedik

1 1/2 tsk. af Dijon sinnepi + meira til að smyrja með

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

12 stór egg

8 hvítar samloku brauðsneiðar

Hér er á ferðinni mjög gott eggjasalat, með japönskum keim og falleg á borði eins og allt sem kemur frá Japan og fallega fram sett. Maður borðar jú fyrst með augunum. Ég á ekki heiðurinn af þessu eggjasalati og samlikunni, það eiga kokkarnir í litlu veitingahúsi í Los Angeles, sem heitir Konbi. Ég einfaldlega datt um uppskriftina á netinu og ákvað að prófa að búa hana til og sá ekki eftir því. Salatið er rosalega gott og samlokan eins og hún er sett fram falleg og mjög góð , endilega prófaðu :-)

Svona gerið ég:

Stór pottur er fylltur með vatni og suðan látin koma upp á vatninu. 2 skálar með klakavatni eru gerðar klárar. Í meðalstórri skál er majónesi, sýrðum rjóma, vorlauk og hrísgrjónaedik hrært saman, kryddað til með salti og pipar. Þegar vatnið er farið að sjóða er eggin látin mjög varlega í pottinn og suðan látin koma upp aftur og þau látin sjóða rólega í 8 mín. 6 egg er tekin upp með skeið og sett í aðra skálina með ísvatni til að kæla þau. Hin 6 eru látin sjóða þar til þau eru harðsoðin, í um 5 mín. í viðbót. Þegar þau eru soðin eru þau látin kólna, í hinni skálinni með ísvatni. Það var snjór þegar ég gerði þetta og stakk eggjunum út í snjóinn, það snar virkaði. Síðan eru öll eggin skræld, í hvorri skál, ekki rugla þeim saman. Harðsoðnu eggin er söxuð smátt og sett í majónes hræruna og smakkað til með salti og pipar. Linsoðnu eggin eru skræld varlega og skorin varlega, í tvennt eftir lengdinni, rauðan á að vera mjúksoðin ekki fljótandi. 4 brauðsneiðar eru smurðar með Dijon sinnepi og hinar 4 með majónesi. 2 helmingar af linsoðum eggjum eru lögð þétt saman, á miðja majónes smurðu sneiðarnar, með mjórri endann á egginu til sitt hvorrar hliðarinnar í átt að skorpunni. Salatinu er skipt á milli sneiðanna og því smurt út á skorpuna síðan er hin sneiðin lögð ofan á. Skorpan er skorin af vinstri og hægra megin af samlokunum með beittum brauðhníf. Síðan er samlokunni snúið í 90gráður og samlokan skorin í þrjá hluta, samsíða skorpunni, svo hálfu eggin komi í ljós í skurðinum. Borin a borð strax og notið eða stungið í ísskápinn til næsta dags.

Verði þér að góðu :-)

美味しい 🥚😋