Rice Krispies kjúklingur

Það sem til þarf er:

f. 4

4 kjúklingabringur, skornar í lengjur

250 gr. Rice Krispies

Nokkrar msk. majones

Sjávaralt, nýmalaður svartur pipar og Eðal kjúklingakydd frá Pottagöldrum

(Taaza masala frá Pottgöldrum, ef vill)

Meðlæti:

Salat, fullt af fersku grænmeti og Feta osti í olíu :-)

Rice Krispies er ekki bara litlu krakkana, það er líka fyrir stóru krakkana :-) Stökkar en mjúkar kjúklingabringur án þess að steikja á pönnunni, frábært.  Ég notaði tvennskonar krydd, annarvegar Eðal kjúklinga krydd og hinvegar Taaza masala frá Pottagöldrum, mjög gott og einfalt

Svona gerði ég:

Ofninn er hitaðurí 200°C, og bökunar-ppírsettur á plötu.  Rice Krispies er sett á disk og mulið á milli fingra síðan blandað með salti og pipar.  2-3 msk. af majonesi eru hrærðar út á disk með því kryddi sem þú velur, síðan er kjúklinga lengjunum velt uppúr því síðan uppúr Rice Krispiesinu.  Lengjunum er komið fyrir á bökunarplötunni (ég lét pappírinn skilja á milli kryddtegunda á plötunni, svo bragðið  smitaðist ekki á milli). Kjúklingurinnn er bakaður í ofni í 35 mín., snúið einu sinni á steikinartímanum.Meðlæti er svo það sem þér þykir best.  Mín tillaga er stórt salat, meðnýju flottu grænmeti og feta íolíu.  Mér finns ekki þurfa sósu með, af því kjúklingurinn er svo djúsí af majónesinu.

Verði þér að góðu :-)

        Stökkt og gott 😋