Oreo draumur

Það sem til þarf er:

f. 10-12

24 Oreo kökur + nokkrar í skraut

170 gr. smjör,

2 L vanillu ís

100 gr. suðusúkkulaði (gamla góða Síríus Konsúm er allra best í þetta)

Salt á milli fingra

130 gr. sykur

1 1/2 dl rjómi

Til skrauts:

Fersk jarðarber og muldar Oreo kökur

Átt þú þinn Oreo draum?  Þetta er einn af mínum, ég  veit ekki hvernig ég get best lýst þessum eftirrétti, alsæla kemst nálægt því.  Hann er eins einfaldur og hægt er og mettar marga munna, þó þeir borði mikið.  Ég veit ég þarf ekki að hvetja þig til að prófa :-D

Svona geri ég:

Djúpt fat, sem tekur allavega 2 1/2 L er smurt.  24 kökur eru settar í poka og muldar fínt með kökukefli, eða sett í matvinnsluvél og púlsa í nokkuð fína mylsnu.  4 msk. af smjörinu eru bræddar og mylsnunni blandað saman við, þrýst í botninn á fatinu og því stungið í frystinn í ca. 30 mín.  

Ísinn er mýktur aðeins upp á borðinu.  Þá er honum smurt jafnt  yfir  kökubotninn og svo er fatið aftur sett í frystinn í allavega 1 klst.  á meðan er súkkulaði kremið búið til.  Restin af smjörinu er sett í pott ásamt súkkulaðinu, sykrinum, rjómanum og smá salti.  Suðan látin koma rólega upp og látið malla í 4-5 mín., hrært í á meðan svo það brenni ekki við botninn, kælt í stofuhita.  Fatið er tekið úr frystinum og súkkulaðnu smurt yfir ísinn.  Til að plastið eða álið, sem þú setur yfir á þessu stigi klessist ekki við kremið læt ég formið óvarið í frystinn þar til kremið er frosið þá er best að  hylja það.  Geymist vel í frysti. Þegar þú berð ísinn á borð, er gott að taka formið úr frystinum, taka ofanaf því og setja það í ísskápinn, til að taka sig.  Skreytt með ferkum jarðarberjum og muldum Oreo kökum.

Verði þér að góðu :-)

.... mmmmm 🍓