Fennel- og kartöflugratín

Það sem til þarf er:

F. 4-6

1/2 kg. kartöflur, skrældar og skornar mjög þunnt á mandólíni

2 litil fennel, skrældar og skornar mjög þunnt á mandólíni, geyma fallega laufið til að skreyta með

2 hvítlauksrif, fín saxaður

1 1/2 dl. mjólk

2 dl rjómi

Sjávarsalt og nýmalaður pipar

Múskat, nýrifið af múskathnetu

Smjör til að smyrja pönnuna eða fatið með

4 msk. fín rifinn Parmesan ostur

3 msk. rifinn Tindur eða annar góður ostur

Kartöflugratín er frábært og ljúffengt meðlæti með ýmsum mat, svo er mjög einfalt að búa það til. Hér er boðið upp á kartöflugratín með fennel, sem er dásamleg viðbót við góðan rétt. Fínlegur anís keimurinn af fennelinu er yndi, sannarlega gerir góðan rétt bara enn betri. Endilega prófaðu þessa útgáfu af gratíni, þú verður ekki fyrir vonbrigðum :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Steypujárnspanna, eða fallegur glerdiskur með háum brúnum er smurður mjög vel að innan. Kartöflu- og fennelsneiðarnar eru lagðar til skiptis í lögum með hvítlauk inn á milli í pönnuna eða fatið. Mjólk og rjóma er blandað saman í skál, smakkað til með salti og pipar og nýrifinni múskathnetu og síðan hellt yfir kartöflu- og fennelsneiðarnar. Þá er ostinum dreift yfir og pönnunni stungið í ofninn og bakað í 40 mín., þar til gratínið er gegn heitt, búbblandi og osturinn er orðinn gylltur.

Verði þér að góður :-)

Ljúffengt og lekkert 🥘