Aspas&zucchini filobaka

Það sem til þarf er:

f. 5-6

3 msk. repjuolía

6-8 blöð filodeig

50 gr. brauðmylsna

100 gr. ferskur aspas, skorinn í tvennt og síðan langsum, ef hann er þykkur

2 zucchini, í sneiðum

6 stór egg

Fínrifinn börkur af 2 sítrónum

Lítil lúka af grófsöxuðu basil, steinselju eða myntu, eða blöndu af því

200 gr. sýrður rjómi

200 gr. feta kubbur, mulinn

Til skrauts:

Klettasalatlauf eða radísuspírur

Ég er svo hrifin af allskonar bökum sem eru gerðar er úr filodeigi. Það er svo næfurþunnt og lekkert, Ég gerði þessa yndislegu filodeigböku í sumar. Hún sló í gegn á bænum, stökkt og þunnt deigið, grænmetið, kryddið og osturinn var æði. Svo var afgangurin frábær hádegismatur með léttu salati :-)

Svona gerði ég :

Ofninn er hitaður í 180° C. Aflangt form ca. 18x25 cm og ca. 3 cm djúpt, er smurt að innan með smávegis af olíunni. Það er gott að setja 2-3 ræmur af bökunarpappír í botninn á því og láta hann ná vel uppfyrir brúnirnar á forminu svo það sé auðvelt að ná bökunni úr forminu. 1 blaði af filodeigi er sett í botninn á forminu í einu og passa að það nái vel yfir brúnirnar, svo er hvert deigblað smurt með oíu og brauðmylsnu drussað yfir. Þetta er endurtekið þar til allt degið er búið. Brúnirnar á deginu eru kreistar létt saman og smurðar með auka olíu. Í öðru fati er zucchini, aspas, salti, pipar og restinni af olíunni blandað saman. Báðum formunum er stungið í ofninn í 10 mín., botnin er settur á efri grindina og fatinu með grænmetinu fyrir neðan. Formin eru tekin úr ofninum og botninn smurður með svolitlu þeyttu eggi og hann bakaður áfram í 5 mín., þar til hann er gylltu og stökkur. Restinni af eggjunum, sítrónuberki, kryddjurtum og sýrðum rjóma ásamt salti og pipar er hrært saman. Helmingur af grænmetinu er settur í bökubotninn ásamt helming af mulda fetaostinum, eggjahrærunni er hellt yfir, svo er restinni af grænmetinu og fetanum bætt ofaná. Bakað í ca. 40 min., eða þar til fyllingin er fullbökuð. Bakan er tekin úr ofninum og látin kólna aðeins. Svartur pipar er malaður yfir og nokkrum blöðum af kryddi, klettasalati eða spírum drussað yfir.

Verði þér að góðu :-)

Klukkan hvað er matur????