Hvítt súkkulaði, trönuber og macadamíur

Það sem til þarf er:

ca. 55 stk.

600 gr. hvítt súkkulaði, saxað

200 gr. smjör, mjúkt

2 egg

80 gr. ljós púðursykur

20 gr. dökkur púðursykur

175 gr. sykur

2 tsk. vanilludropar

350 gr. hveiti

2 tsk. lyftiduft

1 tsk. kanell

100 gr. þurrkuð trönuber

100 gr. gróf saxðar macadamíu hnetur

Ef einhver hefur tekið eftir því að ég er soldið hrifin af hvítu súkkulaði, þá er það alveg rétt ;-)  Þess vegna fannst mér ég vera aðeins nær himnaríki þegar ég beit í fyrstu kökuna, eiginlega beint úr ofninumi (alltaf svo gráðug og óþolinmóð).  Þær sviku ekki þessar elskur. Svo er annað gott við þær, ef þú vilt ekki baka allan skammtinn í einu, er hægt að lausfrysta deigkúlurnar og setja þær svo í box og taka svo nokkrar út í einu og baka þær beint úr frystinum þegar þig langar í þitt fix af nýbökuðum gúmmulaðikökum. 

En svona gengur þetta fyrir sig:

Ofninn er hitaður í 180°C170 gr. af súkkulaðinu er brætt yfir vatnsbaði, og síðan kælt dálítið.  Þá er smjöri, eggjum, sykri og vanillu þeytt vel saman við brædda súkkulaðið, með rafmagnsþeytara, þar til að er létt og ljóst.  Þá er hveiti, lyftdufti, kanel og tveim þriðju af restinni af súkkulaðinu, hnetunum og trönuberjunum hrært varlega útí þat til degið verður þétt og hangir vel saman.  Degið er sett með teskeið á klædda bökunarplötu með góðu bili á milli.  Svo er restinni af berjunum, hnetunum og súkkulaðinu stungið ofaní kökurnar og þær svo bakaðar í 12 mín., þar til þær eru gyllar og fagrar.  Látnar kólna í smástund áður en þær eru teknar af plötunni og settar á grind til að kólna alveg.

Ath.  Ef þú ætlað að geyma hluta af deiginu óbakað, þá er besta að raða deigkúlunum á klæda plötu og stinga henni i  frystinn í nokkra tíma og setja svo frosnar kúlurnar í box með pappír á milli laga og geyma þær í frystinnum þar til þú vilt baka þær (þær geymast frosnar í 3 mánuði).  Þá tekur þú þær beint úr frysinum og bakar þær í 15-20 mín.

Verði þér að góðu :-)

      Þessar eru ljúffffffengar 🥰🍂