Mangó & margens með kardemommu/lime rjóma

Það sem til þarf er:

f. 8-10

4 stór vel þroskuð mangó, skræld og steinninn fjarlægður.  2 maukuð 2 söxuð

10 græn kardemommu hylki

2 lime, börkur og safi

85 gr. flórsykur

4 msk. Koníak (má seppa)

6 dl rjómi

1/2 botn hvitur marengs

Myntulauf til að skreyta með

Mangóið er dásamlegt núna, svo safaríkt og sætt.  Auðvitað er gott að borða það bara eitt og sér eða búa til góða salsa úr því og hafa það með mat og svo að gera eftirrétti úr þeim.  Möguleikarnir eru næstum endalausir.  Þessi eftirréttur er í uppáhaldi hjá mér, og er svo einfaldur að það er eiginlega algert grín.

Svona gerum við hann:

Kjötið af 2 ávöxtum er sett í matvinnsluvél og maukað.  Restin er söxuð í miðlungsstóra bita og mestu af því blandað saman við maukið. 

Kardimommuhylkin eru sett í mortél og marin aðeins svo svörtu fræin losni úr.  Hylkjunum er hent  en svörtu fræin eru möluð fínt og sett í skál með limeberkinum og safanum ásamt flórsykri og Koníaki ef þú notar það og hrært vel saman.  Rjómanum er hellt útí og þeytt þar til rjóminn er létt þeyttur, þá er maregnsinn mulinn gróft útí og blandað varlega saman.

Mangómaukinu er skipt á milli hárra glasa eða sett í fallegar skálar og rjómanum skipt á milli glasanna ofaná maukið.  Skreytt með restinni af mangóinu, limeberki eða myntulaufum.

Verði þér að góðu :-)

Suðrænt og seyðandi 🥭