Kartöflu-og vorlaukskökur með reyktum Cheddar

Það sem til þarf er:

f. 4

800 gr. nýjar kartöflur (með hýði, ef þú varst að taka þær upp)

150 gr. reyktur Cheddar eða samsvarandi vegan ostur, rifinn

Stór smjörklípa

2 kúfaðar msk.enskt sinnep

1 búnt vorlaukur, nýjan íslenskan ef hann er til

Hveiti, kryddar með salti og nýmöluðum svörtum pipar

Góður slurkur af ólífuolíu

Meðlæti:

Fersk salatlauf að eigin smekk

Grófsaxaðar, ristaðar valhnetur

Ertu með kartöflugarð bakvið hús eða blómapotta á svölunum með nokkrum kartöflugrösum?  Þá ættir þú að hiklaust að kíkja á þessa uppskrift.  Hún gerir meiriháttar máltíð úr nýjum kartöflum.  Ég er á þeirri skoðun að maður eigi að borða eftir árstíðum og kartöflur eru hvað bestar á Íslandi á haustin.  Við hinar sem erum ekki með neitt á svölunum eða bakvið hús förum bara útí búð og reddum okkur :-) 

Svona gerum við kökurnar:

Kartöflurnar eru soðnar í léttsöltu vatni.  Vatninu er hellt af kartöflunum, en þær settar í pottinn aftur og potturinn á heita helluna í smástun til að rakinn rjúki af þeim og þær þorni aðeins.  Kartöflurnar eru maukaðar mjög vel (kekkjalausar) og osturinum blandað útí ásamt stórri smjörkípu og sinnepinu, kryddað til með salti og pipar.  Vorlaukurinn er skorinn í þunnar sneiðar og hrært útí kartöflumaukið.  Þegar maukið er nógu kalt til að meðhölndlaþað, er því skipt í 8 jafnstórar kökur og velt uppúr krydduðu hveiti og steiktar í ólífu olíu í 5 mín. á hvorri hlið þar til þær eru gylltar og stökkar.  Ekki velta þeim oft á pönnunni svo þær detti ekki í sundur.  Valhneturnar eru ristaðar létt á þurri pönnu, saxaðar gróft og drussað yfir fersk og stökk salatlauf.

Verði þér að góðu :-)

      Ný kartöfluuppskera 🤩