Grilluð purusteik

Það sem til þarf er: 

f. 4-6

1.5 - 2.0 kg. rifjasteik

Gróft sjávar salt

Nýmalaður svartur pipar

Safi úr ca. 1/2 sítrónu

Meðlæti: 

Karlinum mínum finnst gaman að grilla úti og hann hreinlega ELSKAR purusteik.  Hann nostrar  við hana og dekrar og hún endurgeldur honum þessa ást, því steikin er rosalega góð. Að eigin sögn er hann "Bolur inn við bein" svo ég ætla að gefa "Bolnum" orðið:

Þegar grilla skal skorpusteik:

Taka steikina fram og snúa purunni upp.  Skera teningaformað munstur í puruna með dúkahníf, passa að fara ekki alveg í gegn.  Kreista sítrónusafa yfir og strá salti vel á puruna og nudda vel inn í raufarnar, ásamt nýmöluðum svörtum pipar.  Steik tilbúin á grillið.

Undirbúa grillið:

Búa til álbakka undir steikina svo safnn og fitan leki ekki yfir logana með tilheyrandi eldtungum og brunarúst.  Passa að steikin sé ekki of nálægt loganum, hækka grindina eða ef það er ekki hægt, gera þrjá vöndla út álpappír, ca. 30 mm í þvermál og leggja á milli grindar og steikur.Þetta er mikilvægt þar sem steikin á það til að brenna að neðan ef hún er í of miklum hita þar.  Þegar steikin er komin á grillið er gott að fá sér bjór og taka það rólega. Hún þarf svona tveggja bjóra steikningu, en það þarf að fylgjast vel með henni. Þegar þú álítur að hún sé steikt í gegn ætti skorpan að vera orðin upp poppuð og fullkomin. Þetta hefur heppnast hjá mér hvort sem þú trúir því.  Ef steikin er steikt í gegn, en puran vill ekki poppast á ekki að fara í panikk, það er ráð við því.  Þú einfaldlega semur við konuna þína um að fá afnot af heimilisofninum, setur á grill, stingur steikinni inn og bíður eftir því að skorpan poppist. Ég mælii með því að gleyma sér ekki í bjór eða boltanum á meðan, þar sem skorpan er fljót að fara frá því að vera fullkomin í að verða rjúkandi brunaslys.

Verði þér að góðu :-)

        Unaður 😍