Cinnamon toast

Það sem til þarf er:

1 egg

1 1/2 tsk. sykur

1/4 tsk salt

1/4 tsk vanilludropar

2 dl mjólk

1 dl hveiti

1 1/2 tsk. lyftiduft

1 dl sykur

1 1/2 - 2 tsk. kanell

6 brauðsneiðar (ekki of þéttar)

Olía til steikingar

Cinnamon toast hefur alltaf haft töfrakenndan hljóm í mínum eyrum. Ég heyrði það nefnt í einhverri bíómynd sem krakki og fór strax að ímynda mér hvernig það væri á bragðið, og það stóð undir væntingum :-)

Svona geri ég:

Eggi, hveiti, salti, sykri, vanillu, mjólk og lyftidufti er blandað saman og þeytt vel. Brauðsneiðarnar eru látnar í bleyti í eggja- og hveitihrærunni. Panna er hituð á meðalhita og sneiðarnar steikar þar til þær eru gylltar. Þá eru þær teknar af pönnunni og látnar kólna aðeins á eldhúspappír. Ef þú ert að steikja fyrir marga er gott að hita ofninn í 180°C, til að halda sneiðunum heitum á meðan þú klárar að steikja allt. Svo er þeim velt uppúr kanelsykri. Mér finnst gott að hafa kalt smjör og hlynsýróp með.

Verði þér að góðu :-)

Jumm jumm 🧇🍞