Passionfruit sorbet með Campari

Það sem til þarf er:

f. 4-6

285 ml vatn

200 gr. sykur

15 passionfruit

1/2 - 1 skotglas af Campari

2 eggjahvítur, stífþeyttar

Ég hef alltaf verið hrifin af sorbet, má eiginlega segja að hann sé mikið uppáhald hjá mér, sérstaklega eftir frekar þungar máltíðir. Ferskt ávaxabragðið hreinsar munninn vel og svo er hann svo svalandi, skiptir ekki máli hvort það er sumar eða á jólum eins og núna. Þegar ég gerði sorbetinn um daginn notaði ég hann sem millirétt, milli forrréttar og aðalréttar, það kom verulega vel út. Uppskriftin er byggð á uppskrift frá Jamie Oliver, en ég breytti henni svolítið og var ánægð með árangurinn, vonandi þú lika :-)

En svona er mín útgáfa:

Vatn og sykur er sett í pott og soðið í 5 mín., kælt lítillega. Ávextrinir eru skornir í tvennt og aldinið er skafið úr helmingunum (kjöt og kjarnar) með skeið. Það er ágætt að hræra aðeins í maukinu, ef þú vilt losna við steinana getur þú pressað maukið í gegnum sigti. Ég sleppti því vegna þess að mér finnast þeir fínir útí, gera ísinn áhugaverðari á tungunni. Ávaxtamaukinu, sykursýrópinu og Campari er svo blandað saman í frostþolið ílát og fryst. Ef þú nennir að hræra í honum við og við er það fínt en ég gerði það ekki fyrr en daginn eftir, þá hrærði ég duglega í honum með gaffli, og blandaði stífþeyttum eggjahvítunum útí og frysti hann svo áfram. Sorbetinn er það meðfærilegur að það þarf ekki að láta hann standa í kæli áður en þú setur hann í glös eða skálar. Hann geymist líka vel, svo það er allt í lagi að útbúa hann löngu áður en á að nota hann.

Verði þér að góðu :-)

Dýrka sorbet ;-)