Sítrus lax með steinseljumauki

Það sem til þarf er:

F. 4

500 gr. laxaflak

1 msk. salt

1 tsk. sykur

1 stk. sítróna, börkurinn

1 stk. lime, börkur

1/2 appelsína, börkur

Steinseljurótarmaukið:

2 stk. steinseljurót

1 dl vatn

30 gr. smjör

Sjávarsalt og nýmalaður pipar

Kryddsalat:

1 haus frisée salat

1 haus fjólublátt laufsalat

1 búnt dill

1 búnt kerfill

1 búnt graslaukur

1/2 dl bólívu olía

2 msk. sítrónu safi

Sjávarsalt

Skraut:

Laxahrogn

Þessi fallegi og ljúffengi forréttur, er úr bók sem Hagkaup gáfu út, fyrir mörgum árum og ég veit ekki hvort er hægt að fá ennþá, en hún heitir "Landsliðsréttir".  Frábær bók sem ég hef eldað mikið úr.  Það eiga margir þessa bók og meta hana mikils.  En ég vil endilega deila honum með ykkur, sem hafið ekki áttað  ykkur á réttinum, eða eigið ekki bókina. Það sem er svo gott við þennan rétt er, að það er hægt að gera hann fyrir fram og hann er mjög ljúffengur og fallegur.  Endilega prófaðu ;-)

Svona geri ég:

Laxinn: Börkurinn af lime, sítrónu og appelsínu er rifinn fínt og blandað vel saman.  Laxinn er roðflettur og kryddaður með salti, sykri og sítrus berkinum og látinn marinerast í um 1 klst.  Laxinn er skorinn i tvennt eftir endilöngu, síðan er hvorum helming rúllað þétt upp, í plastfilmu.  Endarnir er snúnir þétt saman og bundið fyrir þá, passa að hún sé vel mótuð.  Laxinn er eldaður í 55°C heitu vatni í 15 mín.  Tekinn úr vatninu og stungið í ísská í 1 1/2 klst. Það er hægt að geyma laxinn svona, þar til daginn eftir, ef þú gerir réttinn fyrir fram.  Síðan er plastið tekið utan af laxinum og hann skorinn.  Settur á diska ásamt steinseljurótarmaukinu, kryddsalatinu og skreytt með laxahrognum.  

Steinseljurótarmaukið: Steinseljurótin er skræld og skorin í litla bita og sett í pott með smjörinu og vatninu.  Soðin í lokuðum potti þar til hún er meyr.  Þá er töfrasprota stungið í pottinn og hún maukuð mjög vel, þar til hún er slétt og kekkjalaust. Krydduð til með salti og pipar.

Kryddsalatið: Salatlaufið er rifið af hausnum og skolað og þerrað vel.  Sama er gert við kryddjurtirnar.  Allt er skorið í fallega r einingar og síðan stungið í skál og velt upp úr sítrónusafanum, olíunni og salti.

Verði þér að góðu ;-)

Ljúfengur 💫