Ripple jarðarberja/jógurt ís

Það sem til þarf er:

3 dl rjómi

1 bolli grísk jógúrt

315 gr. góð jarðarberjasulta (með heilum berjum)

2 msk. jarðarberjalíkjör (má sleppa, eða nota Grenadine)

Til skrauts:

Rósablöð  og muldar piparkökur

Ég prófaði þennan ís í sumaklúbb um daginn.   Við stelpurnar vorum sammála um að hann væri rosalega góður.  Hann er mjög einfaldur að búa til, það er jafnvel betra að gera hann að morgni þess dags sem þú ætlar að nota hann, annars er nauðsynlegt að láta hann standa í ísskáp í um 45 mín., svo ískristallarnir jafni sig.   Endilega prófaðu, þú verður ekki fyrir vonbrigðum :-)

Svona gerum við:

Rjóminn er þeyttur í stórri skál þar til hann myndar mjúka toppa.  Þá er jógúrtinni og 220 gr. af sultunni blandað varlega útí rjómann.  Helmingnum af blöndunni er jafnað út í frostþolið box (gamalt ísbox virkar vel).  Í annarri skál er restinni af sultunni bandað saman við líkjörinn og drussað ójafnt yfir blönduna í boxinu og restin af rjómablöndunni er svo smurt varlega ofaná.  Fryst í 3 tíma, eða lengur.  Skreytt með muldum piparkökum og rósablöðum. Þar sem þessi ís fer ekki í ísgerðarvél eða er hrærður á meðan hann frýs, er best að gera hann þann dag sem þú ætlar að borða hann, en hann þarf að standa í ísskáp í allavega 30-45 mín., áður en hann er borinn á borð, þá verður hann eins og hann á að sér að vera creamý og mjúkur minnir á sumarið. Það er mjög gott og fallegt að bera ísinn fram í kramarhúsum eða sætabrauðsskeljum, en uppskriftaf þeim er af á síðunni.

Verði þér að góðu :-)

Svo ferskur 🍓