Rækjur með chilisósu

Það sem til þarf er:

f. 2

1- 2 pokar af ópilluðum rækjum (fást í IKEA)

Sósa:

1 1/2 rautt chili, fræhreinsað og fínsaxað

2 hvítlauksrif, marin

1 msk. rifinn pálmasykur eða dökkur púðursykur

1 msk.fiskisósa

2 cm engifer, fínsaxað

2 msk. limesafi

1 1/4 dl sýrður rjómi, 18 %

Meðlæti:

Súrdeigsbrauð eða annað gott skorpumikið brauð

Limebátar

Eitt af því skemmtilegra sem ég geri, er að hangsa og spjalla við minn, yfir disk af fingramat og góðu vínglasi. Sérstaklega stórri hrúgu af skelfiski, huggulegt að hangsa saman og pilla rækjur með góðri sósu og brauð til að moppa diskinn hreinan með.... mm kósý ;-)

Svona geri ég:

Rækjurnar eru afþýddar og vökvinn látinn leka vel af þeim og settar á stóran disk eða í fallega skál. Það er gott að stinga brauðinu smástund í heitan ofnin til að hita það upp.

Sósan:

Er gerð með því að söxuðu chili, engifer, hvítlauk, sykri, fiskisósu og limesafi er skellt í blandara og maukað. Hrært samanvið sýrða rjómann og smakkað til ef vill. Borin fram með rækjunum, limebátum og brauðinu. Kalt hvítvín er toppurinn með.

Verði þér að góðu :-)

Kósý fyrir 2