Súkkulaðimúss á 5 mínútum

Það sem til þarf er:

F. 4

250 gr. Nutella

180 gr. lífræn grísk jógúrt

1 tsk. Nescafé duft, leyt upp í smávegis heitu vatni

2-3 msk. létt ristaðar heslihnetur, saxaðar

Meðlæti, ef þú vilt:

Smá toppur af þeyttum rjóma

1-2 Café Noir kexkökur frá Frón

Langar þig í smá, eitthvað gúmmelaði, eftir kvöldmatinn??  Stundum er það bara svoleiðis og það er allt ílagi að láta undan lönguninni við og við.  Og ef þú átt 5 mínútur, áttu eftir að dýrka þessa dásamlegu silkimjúku súkkulaðimúss, á þannig dögum :)

Svona geri ég:

Heslihneturnar eru gróft saxaðar og ristaðar í smástund á þurri pönnu.  Þegar þær eru gylltar eru þær teknar af pönnuni og kældar á elsdhúsrúllublaði.  Nutellað og jógúrtin eru þeytt saman með uppleystu kaffiduftinu. Hneturnar eru saxaðar fínt og mestöllu af þeim hrært út í jógúrtblönduna.  Henni er síðan skipt á milli 4 glasa og skreytt með restinni af hnetunum, rjómatopp og kexköku ef þú vilt.  Stungið í ísskápinn og kælt þar til þú ert tilbúin að njóta. 

Verði þér að góðu :-)

Hverrar mínútu virði 😘