Smokkfisk pakoras

Það sem til þarf er:

f. 4, sem smáréttur eða forréttur

Sólblómaolía til að steikja úr

250 gr. smokkfiskur, afþýddur

Í deigið:

140 gr. + 1 msk. gram mjöl (kjúklingabaunamjöl, fæst í stórmörkuðum)

1/2 tsk. salt

1 msk. þurrkuð karrýlauf

1/2 tsk. fennelfræ, léttmarin í mortéli

1 kúfuð tsk. malað cumin

1 tsk. malað turmerik

1 tsk. svört sinnepsfræ (má sleppa)

150 ml. kókosmjólk (ekki lite)

1 þumlungsstór biti engifer, fínrifinn

2 hvítlauksrif, marin

1 stórt grænt chili, fræhreinsað og fínsaxað

1/2 búnt vorlaukur, fínt saxaður

Meðlæti:

Mangó chutney

Kókos-jógúrt sósa:

100 gr.  grísk jógúrt

2 msk. kókosmjólk

Salt

Lítil lúka af myntulaufi, fínsaxað

Það var skemmilegt að búa til og borða þennan indverska rétt.  Kryddaður og heitur með svalandi kókos-jógúrtsósu.... mmmm :-)  Ekki er það verra að rétturinn er glúten laus fyrir þá sem eru með óþol.

Svona gerði ég:

Ofninn er hitaður í 200°C.  Hafa tilbúinn víðan pott með olíu, allavega 5 cm djúpri og fat með góðu lagi af eldhúspappír til að setja steiktan fiskinn á og ofnpötu með bökunarpappír.  Degið er gert með því að setja mjölið í stóra skál og þurrkryddinu er hrært útí.  Kókosmjólkinni er hrært varlega útí með písk.  Þá er hvítlauk, engifer, chili og vorlauk bætt útí ásamt smokkfiskinum.  Deigið á að vera frekar klístrað.  Olían ípottinum er hituð snarpheit og ca. 1 msk. af deigi er látin varlega í olíuna.  Það er ágætt að setja ekki fleiri en 3 pakoras í pottinn í einu svo olían haldist nógu heit.  Steikt í 1 1/2 mín.  eða þar til þær eru gylltar.  Þá er þeim snúið varlega og steikt áfram í 1 1/2 mín.  Teknar úr pottinum og settar á fatið með eldhúspappírnum svo umfram olían leki af þeim.  Síðan eru þær settar á bökunarplötuna og henni stungið í ofninnn til að halda þeim heitum.  Þegar allt er steikt eru þær saltaðar með grófu sjávarsalti og bornar fram með kókos-jógúrtsósunni og mangó chutney.

Verði þér að góðu :-)

        Exotic og gott 👏