Svindlara Twix triffli

Það sem til þarf er:

f. 6

1 pakki Royal súkkulaðibúðingur

1 pakki Royal karamellubúðingur

1 L nýmjólk

3 pakkar Twix súkkulaði (venjuleg stærð)

1 1/2 - 2 dl rjómi, þeyttur

Ég veit ..... þetta er kannski ekki mest orginal hugmynd að eftirrétti, en hún virkar vel, er bragðgóð, tekur enga stund, það dugar mér.  Gleðilega þrettándahátíð :-D

Svona gerði ég:

Twixið er skorið í ca 1 cm. stóra bita og þeir settir í botninn á eftirréttarskálum (eða settir í 1 stóra).  Karamellubúðingurinn er þeyttur skv. leið- beiningum á pakka, með 1/2 L af nýmjólk og jafnað á milli skálanna, ofaná súkkulaðið, látið stífna í smástund.  Síðan er gert eins við súkkulaðibúðinginn og honum svo hellt yfir karamellubúðinginn.  Stungið í ísskáp og kælt.  Rjóminn er þeyttur og skálarnar skreyttar með toppum af rjóma og restin borin fram með ef vill.  Svo má skreyta eins og maður vill með ávöxtum eða bitum af súkkulaði. 

Verði þér að góðu :-)

Ahhh.. 🍮