Túnfiskkökur

Það sem til þarf er:

F. 4

300 gr. kartöflur, skrældar og skornar í stóra bita

2 dósir túnfiskur

50 gr, hveiti eða spelt

Meððlæti:

4 egg

150 gr. strengjabaunir (ég notaði frosnar)

1/2 krukka svartar ólífu, grófsaxaðar

1 poki blandað salatlauf

4 tómatar

2 msk. ólífuolía

1 msk. rauðvínsedik

1/2 tsk. Dijon sinnep

Túnfiskur í dós er góður fyrir línurnar og budduna.  Þessar kökur eru alger snilld,  hægt að gera deigið daginn áður og steikja þær svo þegar þér passar.  Svo er afgangurinn frábær í nesti daginn eftir.

En svona er aðferðin:

Kartöflurnar eru settar í meðalstóran pott með söltu vatni og suðan látin koma upp, þá er eggjunum bætt útí og soðið í um 7 mín. , svo seturðu baunirnar útí og sýður áfram í 4 mín. eða þangað til karöflurnar eru soðnar.  Vatninu er hellt af og kartöflurnar settar til hliðar í stóra skál, en eggin og baunirnar eru kældar undir kaldri vatnsbunu.  Olían eða vatnið er látið leka vel af túnfiskinum, kartöflurnar eru stappaðar og þeim blandað saman við túnfiskinn. Þú mótar síðan kökur úr deiginu og kryddar með pipar og salti og veltir þeim uppúr hveiti eða spelti og steikir á pönnu þar til þær eru steiktar og heitar í gegn.   Á meðan er salatið sett saman.  Eggi eru skræld og skorin í 4 báta ásamt tómöt-unum. Salatlaufið fer í stóra skál, þar ofaná fara baunir svo tómatar, ólívur og egg.  Að lokum er olíu, ediki,  sinnepi og kryddi blandað í lítið glas og hrist saman og borið fram með.

Verði þér að góðu :-)

Bestar! 💙