Waldorf salat

Það sem til þarf er:

F. ca. 4-6

Majónes

Rjómi, þeyttur

Sykur

Sítrónusafi

Græn og blá vínber, berin skorin í tvennt

Rauð og græn epli

Sellerí, geyma laufið til að skreyta með

Valhnetur, létt ristaðar

Ég hef aldrei magntekið salatið, það hefur alltaf verið bara slumpað í það. Það sem mér finnst skipta máli, er að sósan, sem ég set ávextina í sé svolítið súr-sæt, það veltur alltaf á smakkinu, akkúrat þegar bragðið syngur á tungunni. Ég nota bæði rauð og græn epli, meira af rauðum en grænum, til að fá fjölbreytni í bragðið og áferðina, því þau eru mis krönsý.

Svona geri ég:

Valhneturnar eru létt ristaðar á pönnu og rjóminn er þeyttur. Ca. 4-5 msk. af majónesi, eru þeyttar í stórri skál. Góð kreista af sítrónusafa er kreist yfir mæjóið og ca. 1 tsk. af sykri, hellt ofan í sítrónusafann, svo hann leysist strax upp, síðan er hrært vel í. Stórum kúf af þeyttum rjóma (hugsanlega meira) er hrært varlega út í majónesið. Nú þarf að smakka til með sykri og sítrónusafa þar til blandan er súr-sæt, pínu meira súr en sæt, af því að vínberin og eplin eru sæt. Vínberin eru skorin í tvennt og eplin eru skorin í meðalstóra bita og velt upp úr sítrónusafa svo þau verði ekki brún. Selleríið er skorið í þunnar sneiðar og valhneturnar gróft skornar. Vínberjum, eplum, selleríi og hluta af valhnetunum er hrært varlega út í mæjóið. Sett í fallega skál og skreytt með vínberjum, restinni af valhnetunum og laufi af selleríinu. Borið á borð með hátíðar steikinni þinni

Veði þér að góðu :-)

Hátíðlegt ✨🎄