Laxakrem

Það sem til þarf er:

F. 4

300 gr. roðlaus ferskur lax

100 gr. smjör

2 sítrónur

100 gr. sýrður rjómi

150 gr. reyktur lax, í litlum bitum

1 tsk. bleikheil piparkorn

Meðlæti:

Ristað brauð

Grænt salat

Sítrónubátar

Þetta laxakrem er geggjað á bröns borðið, eða sem smáréttur. Má gera daginn áður og tekur ekki mikinn tíma að búa til. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður i 200°C. Stór örk af álpappír er sett á borðið og ferski laxinn settur í miðjuna, helmingurinn af smjörinu er settur ofan á í smáum bitum. 1/2 sítróna er skorin í sneiðar og sneiðunum er stungið inn á milli smjör bitanna, kryddað til með salti og pipar. Álpappírnum er pakkað utan um laxinn, best er að lyfta honum upp um bitann, svo enginn vökvi leki út. Pakkinn er bakaður í ofninum í 10 mín., þá er slökkt á ofninum og pakkinn látinn vera áfram i honum í 20 mín. Álið er tekið varaleg utan af laxinum og öllum vökvanum í pakkanum er hellt i skál, sítrónusneiðarnar eru teknar upp úr og hent. Laxinn er settur út í vökvann og hann losaður í sundur með gaffli, sýrða rjómanum er bætt út í, ásamt fín rifnum berkinum af 1/2 sítrónunni og safanum úr henni. Blandað vel saman með gafflinum svo fiskurinn losni Í sundur. Þá er reykta laxinum hrært út í og kryddað til með salti og hvítum pipar. Nú getur þú valið hvort þú vilt setja maukið í nokkrar litlar krukkur, eða í eina stóra. Hvort sem þú gerir, er restin af smjörinu brædd á lágum hita með bleiku piparkornunum. Látið vera á hitanum þar til, mjólkur próteinið sest á botninn á pottinum. Sítrónan sem eftir er, er skorin i sneiðar og 1 sneið er sett ofan á laxakremið i krukkunum. Brædda smjörið með bleiku piparkornunum, er hellt yfir sítrónuskeiðarnar svo það fljóti vel yfir þær, passa að hvíta hratið í botninum, fari ekki með, þú gætir hugsanlega þurft meira smjör. Kælt og stungið í ísskápinn í allavega 2 tíma. Borið á borð með heitu ristuðu brauði, sítrónubátum og grænu salati. Glas af köldu hvítvíni skemmir ekki stemminguna

Verði þér að góðu :-)

Svooo gott🌷🥂