Grillaðar shriracha- og hvítlauaks risarækjur

Það sem til þarf er:

f. 2, eða sem forréttur f. 4

20 tígrisrækjur

2 msk. Shriracha Hot Sauce

2 msk. olía

1/4 tsk. salt

2 tsk. sykur

5 hvítlauksrif, marin

Smjör- og blóðbergs bollubrauð

2 tilbúin pizzdeig (ekki útrúlluð)

Ca. 50 gr. smjör, brætt

Blóðbergs- eða rósmarín greinar

1-2 msk. polenta

Gróft sjávarsalt

Þessi uppskrift er frábær. Fyrir konur eins og mig, sem eiga það til að detta í letikast þegar á að elda, en langar samt í eitthvað gott, þá hakað þessi uppskrift í öll boxin. Marineraðar rækjur og æðislegt brauð, löðrandi í smjöri og dásamlegu kryddi. Það besta við brauðið er að það er úr tilbúnu deigi, ekkert vesen.

Svona geri ég:

Rækjurnar: Rækjurnar eru látnar marinerast í nokkra tíma. Þær eru svo þræddar á grillpinna, en ekki henda marineringunni. Rækjurnar eru grillaðar þar til þær eru orðnar bleikar og gegnsteiktar, en passa að ofelda þær ekki.

Marineringin: Marineringiner sett í lítinn pott og látin malla í nokkrar mínútur, síðan er henni hellt yfir grillaðar rækjurnar.

Bollubrauðið: 20 cm lausbotna kökuform er smurt að innan með olíu og polentan er hrist innaní forminu svo hún þeki botn og hliðar. Deigunum er skipt í ca. 14 jafnstóra hluta og þeir hnoðaðir létt í litlar bollur, sem er jafnað í formið. Þær þekja ekki botninn, en fylla vel útí eftir hefingu. Mér finnst fínt að láta deigið hefast í 1-2 klst. undir plastfilmu áður en ég baka það. Ofninn er hitaður í 200°C. Smörið er brætt og kælt aðeins, svo er því penslað yfir brauðið. Að lokum er blóðbergi og grófu salti dreyft yfir og brauðið bakað í 30–35 mín. Tekið úr forminu um leið og það hefur kólnað aðeins og borið fram með rækjunum og auka smjöri. Mér finnst gott að sötra ískalt Prosecco með þessum rétti.

Verði þér að góðu :-)

Búmm 🌶💥