Hafra blúndur

Það sem til þarf er:

Um 20 stk.

1/3 bolli smjör

1 bolli haframjöl

1/2 bolli sykur

1/3 bolli hveiti

2 msk. ljóst korn síróp

2 msk. mjólk

1/2 tsk. vanilludropar

1/4 tsk. salt

Til að dífa í:

350 gr. dökkt súkkulaði

2 tsk. kókos olía

Sjávarsalt flögur

Á milli, ef þú vilt:

Nutella

Þeyttur rjómi

Elskarðu blúndur eins og ég?? Ég er viss um það. Vissirðu hvað blúndurnar eru fjölhæfar kökur, það má borða þær beint af plötunni (já jás, það hefur komið fyrir heima hjá mér), þegar þær eru orðnar nógu kaldar, eða dýfa þeim í súkkulaði og setja nokkur gróf salt korn á þær, það er geggjað combó. Svo förum við á hæsta stig ánægjunnar og smyrjum þær með Nutella og setjum þeyttan rjóma á milli tveggja blúnda, ertu að sjá það fyrir þér, hólý mólý, klikkað gott. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Smjörið er brætt í potti, því er síðan hellt í skál og öllum innihaldsefnunum blandað saman við smjörið. 2 pappírsklæddar ofnplötur eru gerðar klárar og 1 tsk. af deigi er á plöturnar með góðu millibili, þær dreifa sér verulega í bakstrinum. Flötum spaða er þrýst létt á hverja deighrúgu til að fletja hana aðeins út. Bakaðar í um 8 mín., þar til þær eru gylltar. Látnar standa í smástund á plötunni, áður en þær eru settar á grind til að kólna alveg. Súkkulaðið er brætt yfir vatnbaði ásamt kókosolíunni, þar til það er heitt og bráðnað. Hverri köku er stungið til hálfs, ofan í súkkulaðið og kakan sett á pappír og smávegis af salti sett á súkkulaðið, látið vera þar til súkkulaðið er harðnað. Ef þú vilt fara á hæsta stig sælunnar, skaltu smyrja hverja köku með Nutella og setja skeið af þeyttum rjóma á aðra hverja og setja hina kökuna ofan á, til að búa til samloku. Ef þú gerir þetta þarf að borða kökurnar mjög fljótt, innan 2 tíma, annars linast þær upp og rjóminn rennur.

Verði þér að góðu :-)

Nammi 💞💖