Smjörsteikt croissant með heslihnetum og 2 ostum

Það sem til þarf er:

f. 4

1 1/2 msk. smjör

2 1/2 msk. heilar heslihnetur

4 croissant (helst dagsgömul)

4 sneiðar bragðmikill ostur, ég notaði sterkan Gouda

4 sneiðar Old Amsterdam ostur

Hvítur pipar

Mjög gott að bera fram með:

Gott hunang og kirsuberjatómata

Dásamlegt að byrja morguninn á frönskum nótum :-)

Svona geri ég:

Hneturnar eru pönnusteikar í smástund í helmingnum af smjörinu. Croissantin eru skorin eftir endilöngu, osturinn settur á neðri helminginn og hneturnar settar ofaná hann. Síðan er efri hutinn settur ofaná og þrýst létt saman svo hneturnar rúlli ekki um allt. Sama panna og hneturnar voru steiktar á, er notuð til að steikja croissantin á, í restinni af smjörinu. Smörið er hitað vel og látið brúnast í smástund, þá er hitinn lækkaður og croissantin steikt í 3 mín. á hvorri hið. Frábært að hafa gott (íslenskt) hunang og kirsuberjatómata með. Það er óþarfi að nefna kaffið er það ekki? Er það ekki nokkuð sjálfgefið svona snemma að morgni dags.

Verði þér að góðu :-)

Hunangs- og hnetudásemd :-)