Kjúklingabringur með sítrónusósu, bökuðum rófum og steinseljurót

Það sem til þarf er: 

f. 4

3-4 kjúklingabringur, klofnar í tvennt hver

Salt og pipar

70 gr. hveiti

1/2 tsk. kjúklingakrydd frá Pottagöldrum

2 egg, þeytt með örl. vatni

150 gr. góð brauðmylsna

Ólívu olía

70 gr. ósalt smjör

2 sítrónur, safi (ekki henda þeim)

250 ml hvítvín

Sítrónusneiðar

Fersk steinselja, söxuð

Rófu- og steinseljurótarbakstur:

1 stór rófa

2-3 steinseljurætur

Ólívu olía

Salt og pipar

Þessi er frábær í  miðri viku, og meðlætið er aðeins örðruvísi en oft.  Mér finnast rófur notaðar á alltof einhæfan hátt á Íslandi, þær eru frábærar t.d. bakaðar í ofninum eins og hér, með steinseljurót, svolítið anísbragð.

En svona er þetta:

Ofninn er hitaður í  200°C.  Rófur og steinseljurót eru skrældar og skornar í meðalsóta bita.  Þeir eru settir í eldfast fat og velt uppúr ólívu olíu, salti og pipar.  Bakað í 40 mín., eða þar til brúnirnar á bitunum eru orðnir svolítið brúnaðir, það gefur svo gott karamellað bragð.  Kjúklingabringurnar eru klofnar í tvennt.  Skurðrbretti er þakið með matarfilmu og bringurar settar á brettið.  Annað lag af filmu er sett yfir bringurnar og þær barðar með flötum kjöthamri eða kökukefli þar til þær eru næfurþunnar, saltaðar og pipraðar.  Hveiti er sett í skál með kjúklingakryddinu, smá salti og pipar, hrært vel í.  Í annarri skál eru eggin þeytt með smá vatni og í enn annari er brauð-mylsnan.  Bringunum er fyrst velt uppúr hveitinu síðan eggi og að síðustu mylsnunni. Olía er hituð á pönnu og bringurnar eru steikar á meðalhita í um 2 mín. á hvorri hlið og settar á bökunarplötu.  Bakaðar í 5-10 mín. á meðan þú býrð til sósuna.

Sósan: 

Þurrkaðu innanúr steikarpönnunni með eldhúspappír. Bræddu 2 msk. af smjörinu  og síðan er safanum úr sítrónunum bætt á pönnuna, líka sítrónu helmingunum, víninu 1/2 tsk. salt og 1/4 af pipar.  Þetta er soðið á háum hita þar í 2-3 mín.  Pannan er tekin af hitanum, sítrónuhelmingunum er hent og restinni af smjörinu er hrært útí, smakkað til.  Borið fram með bakaða rótar-grænmetinu, sítrónusneiðum og saxaðri steinselju.

Verði þér að góðu :-)

       Æði 😋