Tyrkneskar vefjur

Það sem til þarf er:

f. 4

1 msk. ólífuolía

80 gr. furuhnetur

800 gr. hakk (lambahakk ef þú færð það, annars nautahakk)

2 stórir laukar

2 hvítlauksrif, marin

2 chili, fínsöxuð (ef þú vilt sterkara saxarðu fræin með)

1 msk. malað korinader (þurrt krydd)

1 msk. malað cumin

Salt og pipar

500 gr. spínat, gróf saxað

1/4 fersk mynta

Tyrknesk flatbrauð, eða stórar mjúkar tortillur

3 dl hrein jógúrt

1 msk. sítrónusafi

Föstudags sukkið..... :-) Spicy og góðar vefjur sem taka enga stund að koma á borðið og smellpassa á sólmyrkvuðum, fögrum föstudegi.....

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Flatbrauðin eru sett í álpappír og hituð þar til þau eru volg. Jógurtin og sítrónusafinn eru hrærð saman og geymd. Helmingur af olíunni er hitaður í pönnu og furuhneturnar létt brúnaðar, þerraðar og kældar á eldhúspappír. Hakkið er brúnað á sömu pönnu, sett á disk þegar það er brúnað og geymt. Restin af olíunni er hituð á pönnunni og laukur, hvítlaukur, chili, kóríander og cumin er steikt þar til það er ilmandi og fallega brúnað. Smakkað til með salti og pipar og jafnvel meira kryddi ef þú ert eldhugi :-) Hakkinu, furhnetunum, myntu og spínati er bætt á pönnuna og hitað þar til spínatið er farið að linast. Borið fram rúllað upp í jógúrt smurðum, volgum flatbrauðunum.

Verði þér að góðu :-)

Spicy.. ;-)