Frittata með geitaosti

Það sem til þarf er:

F. 2-3

1 kúrbítur, þveginn og skorinn í hálfmána

100 gr. kirsuberjatómatar, þvegnir og skornir í tvennt

2 stilkar vorlaukur, skáskornir

4 stór egg

1/2 dl mjólk

60 gr. fín rifinn Parmesan ostur

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

70 gr. Geitaostur í sneiðum

Það er alltaf gott að grípa í girnilegan bita þegar maður er mikið á ferðinni.  Ef þú ert eins og ég og vilt ekki borða mikið brauð, getur verið áskorun að finna eitthvað gott, þess vegna þarf maður oft að búa bitann til sjálfur.  Ég mæli með þessar frittötu, hún er ekkert mál að búa til og þú getur geymt hana í ísskápnum í 3-4 daga.  Það má frysta hana og það er einfalt að hita hana í örbylgjunni.  Hún er alveg jafn góð heit eða köld. Ef þú ert ekki hrifin af geitaosti er hægt að nota Camembert, Gráðaost eða annan ost sem þú ert hrifin af í staðinn.  

Svona gerir ég:

Ofninn er hitaður í 200°C2, 12 cm  hringlaga form eru klædd að innan með bökunarpappír. Kúrbítnum, vorlauknum og tómötunum er raðað jafnt í formin.  Eggi, mjólk og parmesan er þeytt vel saman í skál og smakkað til með salti og pipar.  Blöndunni er hellt yfir grænmetið, það er ágætt að hrista formin aðeins til, svo blandan leki vel á milli bitanna.  Geitaostinum er raðað ofan á og formunum er svo stungið í ofninn og bakað í 25-30 mín.  Æði heitt eða kalt, með salati

Verði þér að góðu :-)

30árabrúðkaupsafmælisfjallgöngunestispakkifyrirtvo 🥂💍