Avocado Margarita

Það sem til þarf er:

f. 2

Í drykkinn:

1 vel þroskað avokado, steininn tekinn úr og skrælt

1 1/2 bolli klaki

1 dl safi af ferskum lime

2 tsk. Agave sýróp

125 ml. Tequila

60 ml. Triple sec

Kyddsalt á glasið:

Gróft salt

Mexikóskt chili

Lime safi

Til skrauts:

Kóríander grreinar

Lime bátar

Jæja, þá er kominn Margaítu tími enn og aftur...... gaman gaman. Þar sem alltaf er verið að segja okkur að borða meira grænmeti, og allir blanda djúsa eins og enginn sé morgundagurinn, því ekki að hafa svolítið fjör í því líka. Avokadóið er fullt af góðum fitusýrum og Tequilað er fullt af skemmtilegheitum.... Arriba ;-)

En hellum okkur í mixið:

Gróft salt og chili er marið saman. Lime safa er strokið á glasbrúnina og henni velt í saltblöndunni, svo glasbrúnin sé þakin salti. Öllu innihaldi í drykkinn er síðan skultað í blandara og blandað þar til drykkurinn er mjúkur og samfelldur. Hellt í Margarítaglös og skreytt með kóríander og limebátum.

Góða helgi ;-)

Bókstaflega hollt ;-)