Lax með púrru og tómötum

Það sem til þarf er:

F. 4

4 góðir bitar af nýjum laxi

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

1 stórpurra, skoluð og skorin í bita

1 box kirsuberja tómatar, skornir i tvennt

3 msk. ólívu olía

2 msk. sítrónu safi

2 msk. ferskt basil, 


Ég vona að þú hafir gert vel við þig og þína um helgina og allir séu hressir.  En, nú er mánudagur og þá verðum við aðeins að sýna skynsemi og fara í venjulegan gír.  Fiskur er frábær og lax er dásamlegur, þessi uppskriftef uppskrift skildi kalla er einföld, bragðgóð og mjög einföld.  Endilega fáðu þér að smakka.

Svona geri ég:

Laxinn er beinhreinsaður og roðið hreinsað ef þú borðar það og laxinn saltaður og pipraður.  Púrran er skorin í fjóra hluta eftir lengdinni og skoluð vel undir rennandi vatni, hún er síðan skorin i bita.  Tómatarnir eru þvegnir og skornir í tvennt.  Helmingurinn af olíunni er hituð á pönnu á meðalhita og laxinn settur á hana með kjöthliðina niður og steiktur þar til hann er farinn að verða bleikur upp eftir  hliðinni.  Þá er honum snúið við og hann steiktur áfram þar til hann er fullsteiktur, settur á fat og geymdur.  Restin af olíunni er bætt út á pönnuna og púrran og tómatarnir eru steiktir í um 1 mín., sítrónusafanum er hellt yfir og basilkunni dreift yfir. Hellt yfir laxinn og borið á borð með salati og kartöflum ef þú vilt.  

Verði þér að góðu :-)

Létt og ljúffengt 🍅