Krydduð fyllt egg

Það sem til þarf er:

12 stór egg

1/4 bolli majónes

1 msk. mjúkt smjör

2 tsk. sætt sinnep

2 tsk. Dijon sinnep

2 tsk. fínsaxaður pickles

1 tsk. sykur

1/8 tsk. salt

1/8 tsk. svartur pipar

Nokkrir dropar Tabasco

Skraut:

Paprikuduft

Fyllt egg eru svo mikill kósýmatur, ekki bara um páskana heldur hvenær sem er.  Þú átt örugglega þína uppáhalds uppskrift af fylltum eggjum, svo hér er ein til að bæta í safnið, mín uppáhalds.  Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Eggin eru harðsoðin, síðan kæld alveg.  Eggin eru skræld og skorin í tvennt eftir endilöngu. Eggjarauðurnar eru teknar úr hvítu skelinni og sett í skál með majónesi, smjöri sinnepi, súru gúrkunum Tabasco, salti og pipar.  Allt er stappað saman með gaffli, þar til það er vel blandað saman, smakkað til með meira kryddi ef þarf.  Rauðu fyllingin er sett í hvítu skeljarnar, með lítilli skeið.  Skreytt með paprikudufti.

Verði þér að góðu ;-)

Jummý 🥚🐣