Pecan pie

Það sem til þarf er:

f. 4-6

Í bökuskelina:

185 gr. hveiti

100 gr. smjör, stofuheitt

2-3 msk. vatn

1 eggjarauða

2 msk. sykur

Í fyllinguna:

3 egg

1 1/2 dl ljóst korn sýróp (eða venjulegt)

75 gr. dökkur púðursykur

2 msk. Neskaffi

1 1/2 dl mjólk, heit

200 gr. pecanhnetur

Meðlæti:

Vanillu ís

Þeyttur rjómi

Svona geri ég:

Bökuskelin:  Allt sem fer í deigið er hnoðað saman og sett í kæli í 1 klst.  Þá er degið flatt úr á hveitistráðu borði og sniðið ofaní bökuform.  Botninn er þakinn með bökunarpappír og  keramikbaunir (bökunarbaunir) eða ósoðin hrísgrjón sett ofaná ppappírinn til að fergja botninn og skelin er bökuð ófyllt í 10 mín.  Kæld.

Fyllingin:  Eggi, púðursykur og sýróp eru þeytt vel saman.  Kaffið er leyst upp í heitri mjókinni og blandað saman við eggjahræruna.  Að lokum er hnetunum bætt útí.  Bakað neðst í ofninum á 175°C í 45 mín.  

ATH. Bakan vill dökkna svolítið í bakstri, svo það getur verið ágætt að leggja bökunarpapppír ofaná hana á meðan.  Bakan er látin kólna aðeins en er svo borin fram með vanillu ís eða þeyttum rjóma.

Verði þér að góðu :-)

Sjúklega góð 🥧☕