Croque Madame

Það sem til þarf er:

F. 2

4 sneiðar af hvítu brauði

1 msk. smjör

125 gr. franskur Gruyére ostur eða Tindur

100 gr. góð skinka

2 tsk. Dijon sinnep

2 egg

Ostasósan:

2 msk. smjör

2 msk. hveiti

1 1/2 tsk. Dijon sinnep

1/4 tsk. ferskrifin Múskat hneta, má vera aðeins meira

2.5 dl mjólk

30 gr. Gruyére ost/Tindur, rifinn

Franskur sukkmatur og ekki af verri endanum, lekker og ljúffengur eins og flestur franskur matur. Croque Monsieur er grilluð skinka og ostur, á öðru leveli hreinlega, ostasósan inn í samlokunni, tekur hana á hærra plan. Ekkert fancý hráefni á ferðinni hér, allt sem er venjulega til í ísskápnum hjá okkur öllum. Sláðu til og fáðu þér eina og kannski að gefa einhverjum með þér :-)

Svona geri ég:

Ostasósan: Smjörið er brætt í potti á meðalhita. Hveitinu er bætt út í og hrært vel í á meðan. Sinnepi, pipar og salti er blandað út í hveitimaukið, síðan er mjólkinni bætt varlega út í, á meðan þú hrærir stöðugt í, þar til sósan þykknar og nær suðu, ca. 2 mín. Þá er potturinn tekinn af hitanum og osturinn er hrærður út í. Ekki setja pottinn á hita aftur.

Samsetning: 2 brauðsneiðar eru smurðar með smjöri, hinar 2 með sinnepi, ostasósunni er jafnað á milli þeirra allar. Ostinum og skinkunni er jafnað á milli 2 sneiða, síðan er samlokunni lokað. Hún er síðan smurð með þunnu smjörlagi á annarri hliðinni og panna með þykkum botni er hituð á meðalhita og smurða hliðin sett á pönnuna, þá er hliðin sem snýr upp smurð. Samlokunni er snúið þegar hún er orðin vel ristuð á neðri hliðinni og ristuð á hinni hliðinni, þar til samlokan er gegn heit og osturinn bráðinn. Eggin eru steikt og sett ofan á hverja samloku. Borinn á borð strax með isköldum bjór eða rauðvínsglasi.

Verði þér að góðu :-)

Ostasósan

Samsetnigin

Magnifique 👨🏻‍🎨🙌🏻