Krabbasalat

Það sem til þarf er:

F. 4

1 pakkning surimi krabbi

1/2 dós sýrður rjómi

2-4 msk. Kewpie majónes

Nokkrar greinar ferskt dill

Kreista af sítrónusafi

Sjávarsalt

Ég er mög hrifin af salötum á kex og brauð, sérstaklega ef þau eru með skelfisk, eins og rækjum, humar eða krabba. Það fylgir því svolítil dekurstemming því að fá sér mæjósalat á gott brauð eða kex. Þetta krabbasalat er geggjað á seytt rúgbrauð eða á nýbakaða súrmjólkur vöfflur. Faðu þér að smakka.

Svona geri ég:

Sýrði rjóminn er hrærður upp í skál, síðan er majónesinu hrært útí ásamt smá salti og sítrónusafa. Krabbinn er tekinn úr umbúðunum og skorinn í 3-4 cm bita. Krabbabitarnir eru losaði aðeins í sundundur með fingrunum og hrærðir út í sýrða rjómann. Dillið er saxað og hrært útí í restina. Smakkað til með salti og sítrónusafa. borið fram með seyddu rúgbrauði, kexi eða súrmjólkurvöfflum.

Verði þér að góðu :-)

Dasamlegt stöff 🍂🦀