Kanildúllur

Það sem til þarf er:

Ca. 18-20 stk.

180 gr. hveiti

1 tsk. cream of tartar

1/2 tsk. matarsódi

1/4 tsk. salt

140 gr. smjör, mjúkt

150 gr. sykur + 2 msk.

1 stórt egg

1/2 tsk. vanilludropar

1 msk. kanill

Ekki spurning að þær eru dúllulegar og ég lofa, svakalega góðar. Endilega skelltu í skammt þú sérð ekki eftir því.... ;)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 190°C. Í meðalstórri skál er hveiti, matarsóda, cream of tartre og salti blandað saman. Smjör og 150 gr. af sykri, er hrært létt og ljóst í hrærivél, gott að skafa niður með hliðunum á skálinni. Eggið er þeytt vel út í ásamt vanilludropunum, halda áfram að skafa niður með hliðunum á skálinni á meðan. Þurrefnunum er hrært varlega í smjörblönduna á lágum hraða þar til allt er vel blandað saman. Restinni af sykrinum, 2 msk. og kanilnum er blandað saman í litla skál. Bökunarplötur eru klæddar með bökunarpappír og kúlur á stærð við golfkúlur eru rúllaðar í lófanum og síðan velt upp úr kanilsykrinum og settar með jöfnu millibili (3-4 cm) á bökunarplöturnar. Bakað í ofninum í 10-12 mín., passa að ofbaka þær ekki. Bökunarpappírinn með kökunum er dreginn af plötunni og kökurnar látnar kólna þannig aðeins, áður en þær eru teknar af pappírnum og látnar kólna alveg á grind. Geymast vel í lokuðu boxi.

Verði þér að góðu:-)

Kanilsjúk🎄