12 tíma hafrar með jarðarberjum, chia og hnetusmjöri

Það sem til þarf er:

f. 1

1 krukka með loki

1/2 bolli grófir hafrar

1/4 bolli möndlu mjólk

1/4 bolli grísk jógúrt

1 tsk. chia fræ

1 msk. hnetusmjör

1/2-1 tsk. hunang

Toppur:

3-4 jarðarber, söxuð

Smá buna af hunangi

Morgunstund gefur gull í mund, var sagt einu sinni og það hefur ekkert breyst. Gildi þess fyrir okkur að borða góðan morgunmat hefur heldur ekkert breyst. Á dimmum morgnum eins og núna, veitir okkur ekkert af einhverri tilbreytingu frá þessu venjulega og ekki skemmir er það er litríkt og fallegt eða tilbúið í töskuna, ef maður er á hraðferð. Hér er einn sem er eldsnöggur, stendur vel með þér inní daginn og svo ljúffengur að manni dettur desert í hug... D

Svona geri ég:

Fyrst eru hafrarnir settir í krukkuna, síðan er möndlu mjólkinni hellt yfir þá, svo jógúrtinni og chia fræunum. Lokið er sett á krukkuna og þetta er hrist vel saman, þá er hnetusmjöri og smá hunangi hrært útí og lokið sett aftur á og hún geymd í ísskáp yfir nótt. Þegar þú ert klæddur og kominn á ról, tekur þú krukkuna úr ísskápnum og hvort sem þú vilt, getu þú borðað grautinn kaldan eða heitan.

Fyrir kaldan graut:

Saxar þú nokkur jarðarber og setur þau ofaná og kannski pínu auka bunu af hunangi.

Fyrir heitan graut:

Skaltu skutla honum í örbylgjuna í 1/2 -1 mín. og setja berin og hunang ofaná eftir það.

Verði þér að góðu :-)

Good to go!