Cheddar ostakúla með pecankurli

Það sem til þarf er:

Í 2 litlar kúlur

1 krukka grillaðar paprikur, olían síuð frá og hún skorin í bita

225 gr. þroskaður cheddar ostur, rifinn

3-4 msk. majones

2 msk. rjómaostur við stofuhita

1/2 tsk. sykur

1/4 - 1/2 tsk. cayanne pipar

1/4 tsk. reykt paprika

100 gr. ristuðum pecanhnetum eða valhnetum

Til að bera fram með:

Sellerý

Gúrka

Vínber

Kex og brauð

Ég er búin að gera þessa kúlu nokkrum sinnum í sumar þegar ég hef verið með gesti og líka tekið með mér til að setja á sameiginlegt borð. Hún hefur alltaf klárast, svo ég vona að þér þyki hún góð líka. Ef maður nennir ekki að búa til kúlu má líka setja maukið í skál, dreyfa hnetunum yfir og bera maukið þannig fram, ég hef gert bæði, það skiptir litlu máli, bragðið er það sama. Ég mundi geyma olíuna af paprikunni, það er hægt að nota hana í margt, t.d. útá salat eða í mat eða bæta hvítlauk útí hana og drussa yfir pizzuna.

Svona gerum við:

Ofninn er hitaður í 200°C. Hneturnar eru bakaðar í um 5 mín., síðan kældar og saxaðar miðlungsgróft. Öllu er blandað saman í skál, nema hnetunum, og kælt í ísskáp í 1 klst. Ef þú ætlar að gera kúlur úr maukinu, er því skipt í tvennt og hvor hluti formaður í kúlur í plastinu, það er auðveldara að eiga við maukið þannig, þær eru síðan kældar í ískkáp. Hneturnar eru lagðar á plastfilmu á borðið og kúlunum síðan veltu uppúr þeim þar til þær eru vel þaktar. Svona geymast kúlurnar í 1-2 daga í ísskáp. Sellerý og gúrka eiga mjög vel við sem meðlæti og auðvitað vínber brauð og kex.

Verði þér að góðu ;-)

Gott í garðveisluna :-J