Spagetti alla carbonara

Það sem til þarf er:

F. 3-4

400 gr. spagetti, soðið skv. leiðb. á pakka

Salt

6 desertskeiðar, extra virgin ólífu olíu

200 gr. gott beikon

2 hvítlauksrif, heil

2 egg

2 eggjarauður

3 desertskeiðar fínrifinn parmesan ostur (ekki duftið)

3 desertskeiðar rifinn bragðmikill ostur

Nýmalaður svartur pipar og sjávarsalt

Carbonara er sennilega besti pastaréttur sem til er.  Svo einfaldur og tekur engan tíma er tikkar í öl box, eru við sammála eða erum við sammála.  Ótrúlega góður spagetti réttur, en er ekki allat gott með osti, eggjum og beikoni? Það finnst okkur á mínum bæ allavega :-)

Svona geri ég:

Beikonið er skorið í bita og mallað rólega í olíunni ásamt hvítlauknum, þar til það er brúnað, þá er hvítlaukurinn tekinn uppúr og hent.  Egg, eggjarauður og krydd er þeytt saman.  Þegar spagettíið er soðið er skál sett í vaskinn og stórt sigti yfir.  Vatninu hellt af í skálina og geymt .  spagettíinu er bætt útí beikonið og blandað mjög vel saman við. Ostinum er bætt á pönnuna og hann látinn bráðna vel inn í pastað, SLÖKKT  og pannan tekin af hellunni, annars verður þú með eggjaköku á pönnunni :-/  Eggja- og osta-blöndunni er hellt á pönnuna og öllu blandað, nokkuð hratt, saman við pastað þangað til allt er er runnið vel saman og kremað.  Smakkað til með pipar og salti.   Til að gera meira úr sósunni er nokkrum skeiðum af pastavatninu bætt á pönnuna og hrært saman við pastað, þangað til þú ert komin með þá þukkt sem þér finnt góð.  Undir engum kringumstæðum setja rjóma í pastað, það er glæpur á Ítalíu.... ;-)  Borið strax á borð.

Verði þér að góðu :-)

Einn sá besti 😇