Hot & spicy núðlusúpa

Það sem til þarf er:

f. 4

8 dl kjúklingasoð, með litlu salti

8 dl vatn

3 cm bútur af engiferrót, rifinn

2 hvítlauksrif, marin

3 msk. soya

1-2 lítil chili (þinn smekkur ræður hvað þú vilt sterkt)

3 kjúklingabringur í þunnum sneiðum eða bitum

1 pakki eggja- eða hokkien núðlur (um 250. gr.)

1 búnt ferskur aspas eða sykurbaunir

4 vorlaukar í þunnum sneiðum

Þessi hefur allt til að næra þig og hita í gegn, þegar kuldaboli er að urra fyrir utan gluggana hjá þér. Það eru ekki mörg eða flókin hráefni í súpunni og hún er mettandi, heit og spicy.

En svona er hún elduð:

Í sæmilega stórum potti er suðan látin koma upp á vatni, soði, engifer, chile, hvítlauk og soyu og látið malla í smá stund. Kjúklinginum er síðan bætt útí og látið sjóða í 5 mín. Á meðan eru núðlurnar gerðar klára eftir leiðbeiningum á pakka. Ég ber núðlurnar alltaf fram í sér skál, annars drekka þær allan vökva í sig og súpan verður ekki girnileg þannig. Svo geymist hún betur án núðlanna. Þegar þú ert tilbúin að bera súpuna á borð er vorlauk og aspas eða baunum bætt við, salt og pipar ef þér finnst þurfa. Ef ég nota aspas læt ég hann malla í súpunni í 2-3 mín., en ef ég nota baunirnar þá sýð ég þær ekki sérstaklega því mér finnst gott hafa þær örlítið stökkar.

Verði þér að góðu :-)

Crazy góð!