Bökuð kartafla með fyllingu og eggi

Það sem til þarf er:

f. 2

2 stórar bökunarkartöflur

1 melðalstor laukur, saxaður

3 hvítlauksrif, marin eða söxuð

100 gr. rifinn ostur

Graslaukur, klipptur

4 egg, lítil

2 msk. olía

Það er talað um að það sé ágætt að borða kjötlausa máltíð svona einsu sinni í viku.  Stórar bakaðar kartöflur, dúnmjúkar að innan eru eitt það allra besta, en svo þegar þú parar osti, lauk og eggjum með, þá er ég farin að dansa af gleði.  Skemmtilegur réttur sem þess virði að prófa.

Svona geri ég:

Ofninn hitaður í 200°C og kartöflurnar bakaðar í ca. 40 mín., eða þar til þær eru fullbakaðar og mjúkar að innan.  Teknar úr ofninum og látnar kólna.  Hvítlaukurinn og laukur eru steiktir á meðalhita þar til hann er orðinn mjúkur, tekið af hitanum.  Kartöflurnar eru skornar í tvennt og allt skafið innan úr hýðinu og sett á pönnuna, ásamt ostinum og kryddað til með salti og pipar.  Hýðin eru sett á ofnplötu og maukinu skipt á milli hýðanna, það þarf að hafa holu í miðjunni til að setja eggið í.   Graslauk er stráð ofaná fyllinguna, síðan er eitt egg brotið ofaní hvern helming.  Bakað í ofni í um 15. mín.

Verði þér að góðu :-)

Sólskin á diski 🌞