Bakaðir hafrar

Það sem til þarf er:

F. 6

1 msk. kókos fita

Þurrefni:

2 bollar grófir hafrar

1 tsk. lyftiduft

2 tsk. kanill

Smá salt

1/4 bolli gróf saxaðar valhnetur

Ofaná:

1/2 bolli frosin hindber

1 stór banani

Blaut efni:

1 stórt egg

1/3 bolli hlynsíróp

2 tsk. vanilludropar

2 bollar kókosmjólk (eða sú mjólk sem þú vilt)

Spennandi, fjölbreyttir og ódýrir morgunverðir eru dásamlegir, munaður sem maður getur leyft sér á hverjum degi. Þú getur flýtt fyrir þér með því að gera þurrefnin og blautu efnin klár í skálum, svo setur þú allt saman þegar þú vaknar og bakar á meðan þú ferð í sturtu og klæðir þig. Ekki láta ilminn sem leggur úr eldhúsinu afvegaleiða þig ;D Til að taka hafrana á hærra stig, er æði að setja smá rjóma eða mjólkur dreytil út á.... dásamlegt. Þú þarft á þessu að halda hann stendur vel með þér og er buddu vænn, klikkað gott!!!

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 190°C. Ferkantað mót sem er 20 cm á kant er smurt með kókos olíunni. Þurrefnunum er blandað saman í skál og hellt í formið. Bananinn er skorinn í sneiðar og berjunum er dreift inn á milli Blautu efnunum er blandað saman í skál og hellt yfir hafrana. Stungið í ofninn og bakað í 30 mín. Borið heitt á borð með smá rjómablandi eða mjólk að eigin vali, líka gott kalt. Sniðugt að vera búin að undirbúa kvöldinu áður í 2 skálum til að flýta fyrir.

Verði þér að góðu :-)

Klikkað gott... 😜