Saltkaramella með pekanhnetum

Það sem til þarf er:

150 gr. pekanhnetur

200 gr. sykur

100 gr. smjör

1ö2 mskk. vatn

Sjávarsalt, flögur

Ok.... smá játning, þegar ég geri svona karamellu á ég erfitt með að hafa hemil á græðginni, mér finnst hún sjúklega góð og tími helst ekki að gefa með mér bita, ég veit að það er ekki fallegt :-(  Það er ekki ofsagt að hún sé mjög vanabindandi.   Kannski verður  þú eins og ég, en allavega er ég búin að vara þig við..... 

Svona gerum við nammið:

Pekanhneturnar eru settar á vel smurða plötu.  Sykur smjör og vatn er sett í þykkbotna pott, og hitað á meðalhita, þar til allt er bráðið, hrært varlega í á meðan.  Hitinn er hækkaður og þegar fer að búbbla í sykrinum er klukka stillt á 5 mín.  EKKI LÁTA NEITT TRUFLA ÞIG Á MEÐAN þú hræri varlega í á meðan karmellan sýður í 5 mínútur nákæmlega.  Málið er að hún þarf að  ná rétturm gulbrúnum lit, annars er hún með hráabragði og ekki góð.  Þetta kemur á milli 4 og 5 mín. og munar öllu í bragði.  Þegar karamellan er soðin er henni hellt yfir hneturnar, en farðu varlega HEITT!! HEITT!    HEITT!!  ekki láta slettast á þig.  Láttu karamelluna bíða i 10 sec., áður en þú stráir svo sjávarsatlflögum yfir og lætur svo kara-melluna kólna alveg. Þegar karamellan er orðin hörð er hún brotin í hæfilega bita, þú ræður hvaða tækni þú notar.  Sumir brjóta hana með tilþrifum og sveifla kökukeflinu á hana.... bamm.. :-)  Ég tók myndhöggvarann á þetta og braut hana í sundur með sterkum hníf sem ég barði á með buffhamri .... búmm, mátulegir munnbitar =D  Þú veist að það er ljótt að gefa ekki með sér, svo bjóddu fólkinu þinu bita með þér.

Verði þér að góðu :-)

Vanabindandi 🙈