M&M nammi

Það sem til  þarf er:

1 poki MM kúlur með hnetusmjöri eða crispiy

150 gr. ljóst súkkulaði

50 gr. suðuskúkkulaði

Glimmer kökuskraut, eða sykurskraut

Lítil pappírs form

Ég fæ stundum heimatilbúnar gjafir þegar ég fæ gesti, t.d. sultu, brauð eða konfekt. Mér finnst það persónulegt og notalegt. Stundum tek ég með mér eitthvað sem ég hef búið til þegar ég fer í heimsókn eða í boð.  Það þarf ekki að vera flókið eða erfitt að búa til eitthvað fallegt og gott.  T.d. er  þetta konfekt rosalega einfalt og gott, pakka því fallega inn og færa þeim sem þú ert að fara að hitta.  Og hverjum þykir ekki M&M gott...

Svona geri ég:

Ljósa og dökka súkkulaðið brætt saman yfir vatnsbaði. Tekið af hitanum og kælt í svolitla stund.  Ef þú ætlar að búa til litla mola, þá er M&M kúlunum bætt útí og hrært varlega í. Með teskeið er hæfilegum skammti af súkkulaði komið fyrir í formunum (um 1 tsk.)  Það er ekki gott að hafa of mikið í hverju formi, svona rétt rúmlega uppá brún. Síðan er sykurskrauti dreyft ofaná.  Ef þú ætlar að búa til þunna skrautlega pötu þá smyrðu súkkulaðinu á bökunarpappír og dreyfir kúlunum ofaná, gott að þrýsta létt ofaná, svo er glimmeri drussað yfir.  Látið kólna og pakkað eftir smekk... eða bara borðað.

Verði þér að góðu :-)

Mmmm... 🍭