Avokadósalat

Það sem til þarf er:

F. 4

1 búnt kóríander

1 búnt steinselja

1/2 poki klettasalat

2 vorlaukar, fínt saxaðir

1-2 hvítlauksrif, rifin á fíngerðu rifjárni

1 jalapeno, fínsaxað, eins mikið af fræum eins og þér finnst gott (þau eru sterk)

4 tsk. kapers

1/2 tsk. salt

2 msk. rauðvínsedik

1/2 bolli kaldpressuð ólívu olía

4 avokadó, steinninn tekinn úr og þau skræld og skorin í sneiðar

þetta avocadósalat sem er hér á ferðinni er æði, ferskar kryddjurtir í bland við piprað klettasalat, hvítlaukur, spicy jalapeno og edik, gera þetta salat hreint frábært meðlæti meðallavega fiski, ekjuklingi eða bara sér.  Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

1 bolli af heilum kóríanderlaufum er tekinn til hliðar, restin af laufunum ásamt fíngerðu stilkunum er fín saxað og sett í skál. Sama er gert við steinseljuna,1 bolli af heilum steinseljulaufum er tekinn til hliðar, restin af laufunum ásamt fíngerðu stilkunum er fín saxað og sett í skálina með fín söxuðu kóríanderlaufunum. Út í það er bætt söxuðum vorlauk, jalapeno pipar, fín rifnum hvítlauk, helmingnum af kapersinu, gróf söxuðu, salti og rauðvínsediki, síðan er olíunni hrært út í og smakkað til með salti, pipar og ediki. Heilu kryddlaufunum sem voru tekin til hliðar, ásamt klettasalatinu er blandað saman og raða fallega á fat. Avokadóin eru skorin í tvennt, steinninn tekinn úr og kjötið tekið úr hýðinu með því að renna skeið undir það og lyfta ávextinum svo upp úr hýðinu. Helmingarnir eru síðan skornir í miðlungs þykkar sneiðar, sem er raðað ofan á kryddlaufin. Dressingunni er svo hellt yfir avokadóið og í lokin er restinni af kapersinu dreift yfir, ásamt grófum sjávarsalt flögum og nýmöluðum svörtum pipar. 

Verði þér að góðu ;-)

Allt er vænt..... 🌱🥑