Hindberja draumur

Það sem til þarf er:

f. 4

Vanillukrem:

1 1/2 dl rjómi, þeyttur

1 1/2 dl sýrður rjómi 18% eða 36 %

Kornin úr 1 vanillustöng

2 msk. flórsykur

Annað:

100 gr. heslihnetur

100 gr. fersk hindber

50 gr. gott súkkulaði, dökkt eða ljóst

(Ég notaði mjólkursúkkulaði frá Geen & Black með sjávasalti)

Hér er einfaldleikinn í allri sinni dýrð, súkkulaði, hnetur, fersk ber og silkimjúkt vanillu rjómakrem.  Ekki bara á Valentínusardaginn, heldur alla daga, eigum við að sýna þeim sem við elskum hvað þeir skipta okkur miklu máli :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C.  Hneturnar eru steikar í 10 mín., svo þær taki lit og húðin losni af þeim.  Kældar og húðin nudduð af milli fingra, saxaðar mjög gróft.  Rjómi, sýrður rjómi, vanillukorn og flórsykur eru þeytt saman þar til kremið heldur vel formi, en passa að ofþeyta ekki, þá getur kremið skilið sig.  Geymt í kæli þar til á að nota það.  Hindberin eru sett í botninn á 4 fallegum skálum eða glösum, toppar af  vanillukreminu settir ofaná berin, síðan hnetur og slatti af mjög gróf söxuðu súkkulaði.  Það er ekki verra að hafa glas af ísköldu freyðandi Cava með.  

Verði ykkur að góðu ;-)

ATH. Vanillukremið og og hneturnar er hægt að gera daginn áður og geyma í kæli.

Dásamlegt 🍓