Bruchetta & sveppa ragú

Það sem til þarf er:

ca. 15 sneiðar

2 stórir eða 3 minni Portobello sveppir, saxaðir

1 msk. smjör

1 skarlottulaukur, smátt saxaður

20 vínber, söxuð

20 gr. Pecan hnetur, saxaðar

1 dl rjómi

1 msk. sveppaostur eða annar góður ostur sem þú átt

Salt og pipar

Snittubrauð

Parmesan (má sleppa)

Nýmalaður svartur pipar

Stórgott tapas brauð í veisluna. Sveppir eru svo mjúkir og dásamlegir og vínberin gefa frábærlega skemmtilegan ferskleika. þægilegt að gera fyrirfram, ef þú átt von á gestum :-D

Svona er farið að:

Laukurinn er látinn meyrna í smjörinu á lágum hita, síðan er sveppunum bætt á pönnuna og þeir steiktir. Þá bætirðu hnetum og vínberjum útí og lætur malla í smástund. Síðast er rjóma og osti bætt útí og mallað á pönnunni í smástund þangað til osturinn og sveppirnir eru vel bráðnað saman, kryddað. Maukið er svo látið kólna áður en því er sett á brauðið, og skreytt með rifnum Parmesan og svörtum nýmöluðum pipar.

Verði þér að góðu :-)

Gott í partýið!