Five spice rækjur

Það sem til þarf er:

18 risa rækjur

2 tsk. sjávar salt

1/4 tsk. kínverskt five spice krydd

1/2 tsk. nýmalaður svartur pipar

Meðlæti:

Sweet chili sauce

Vantar eitthvað gott að narta í með drykknum, áður en á að borða? Eitthvað sem er ekki of saðsamt, eða vesen að búa til? Voilà, þá eru þessar það sem þú varst að leita að. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég :

Rækjurnar eru afþýddar, þerraðar og þræddar eftir lengdinni á stutta grillpinna, sem hafa legið í bleyti í 30 mín. Kryddunum er landað saman í litla skál. Rækjurnar eru kryddaðar með helmingnum af kryddinu og grillaðar á vel smurðu grilli, eða á grillpönnu, þar til þær eru orðnar bleikar og gegn steiktar. Settar á disk og restinni af kryddaða saltinu dreift yfir þær. Bornar á borð með sósunni til að dýfa í.

Verði þér að góðu :-)

Gómsætar 🥂😋