Sveppa- og púrrugratín með Vermúth

Það sem til þarf er:

f. 8-10 manns

4 msk. ósalt smjör

4 msk. extra virgin olífu olía

2 öskjur sveppir, skorinr í 4 hluta hver

2-3 stórir Portobellosveppir

1 poki þurrkaðir villisveppir, bleyrttir upp skv. leiðb. á poka

3 púrrur ljósgræni og hvíti hlutinn, skorinn í sneiðar

1/2 bolli þurr Vermúth

1 bolli rjómi

1 msk salvia

Salt og pipar

1 1/2 bolli sólkjarna rúgbrauð

1 bolli rifnir blandaðir ostar eins og t.d. mozzarella, cheddar o.þ.h.

1/2 bolli Ísbúi í kubbum

Rifinn ferskur parmesan

Ég bauð uppá þetta sveppagratín með áramóta steikinni, sem var heilsteikt nauta prime á beini með ölsósu. Það passaði rosalega vel með og var mjög sparilegt meðlæti.

En svona geri ég:

Ferskir sveppir eru steiktir í 2 msk. smjöri og olíunni á pönnu ásamt upp bleyttum villisveppum (kreista allt vatn úr þeim), þú gætir þurft að steikja þá í tvennu lagi. Sveppirnir eru settir til hliðar og púrran, sem þarf að vera vel þvegin, svo allur sandur og mold sé örugglega skoluð af, steikt. Þá er púrru og sveppum blandað saman á pönnuna með salvíu, rjóma, Vermúth, salti og pipar og látið malla í 7-10 mín. Sett í stórt eldfast fat. Rúgbrauðið er mulið milli handa og blandað með rifna ostinum og Ísbúa kubbunum, restinni af smjörinu er brædd og blandað saman við. Brauð- og ostablöndunni er dreift yfir sveppina og að lokum rifnum parmesan. Bakað í ofni í 30 mín. og svo látið standa og jafna sig í 15 mín.

Verði þér að góðu :-)

Hátíðlegt 🌠