Panna cotta með Grappa og brómberjum

Það sem til þarf er:

Í 10 litlar skálar

320 ml mjólk

4 dl rjómi

75 gr. sykur

2 vanillustangir

4 blöð matarlím

12 ml Grappa

250 gr. frosin eða fersk brómber

Svindl Cantuzzini:

Stollen bitar með marsipani

Dásamlegur og flauelsmjúkur eftirréttur frá Feneyjum. Það eiga að vera cantuzzi kökur með en ég hafði ekki tíma til að baka þær svo ég reddaði mér með því að skera marsipan stollen í litla bita og þurrka það í ofninum.

En svona er uppskriftin:

Mjólk og rjómi er hitað í potti með 50 gr. af sykrinum og fræunum úr vanillustöngunum (stangirnar eru klofnar með hníf og fræin skafin innan úr). Rétt þegar vökvinn er að koma að suðu er potturinn tekinn af hitanum. Matarlímið er lagt í bleyti í nokkrar mínútum, eða þar til það er orðið lint. Vatnið er kreist úr því og það sett í rjómann ásamt Grappanu. Gott er að hella blöndunni í könnu (þá er líka auðveldara að hella í skálarnar) og láta hana standa í skál með köldu vatni í og hræra í henni þar til rjóminn kólnar og fer að þykkna (tekur ca. 1. klst.) Svo hellir þú þykka vökvanum í litlar skálar en skilur eftir pláss fyrir berin, ég set ca. 1 dl í hverja. Sett í kæli í amk. 2 tíma. Þetta er hægt að gera daginn áður og geyma.

Brómberin:

Þau eru sett í pott með restinni af sykrinu á lágan hita og soðið þar til þau byrja að fara í sundur. Tekin af hitanum og kæld. Smakkaðu þau til það, getur verið að þú viljir hafa þau sætari, svo þegar þú berð fram seturðu góða msk. af berjum í hverja skál.

Svindl cantuzzi:

Stollenið er skorið í þunnar sneiðar og þurrkaðar í 180°C heitum ofni í 10-12 mín. Bornar fram með. Miðað við mína skammta eru þett ca. 10 litlar skálar, en ég er oft með 2 eftirrétti, svo ég hef skammtana litla.

Verði þér að góðu :-)

Grappa og brómber ;-)