Stök kartöflugratín

Það sem til þarf er:

F. 4, 12 stk.

Um 9 stk. meðalstórar karftöflur, skrældar

1 lítill laukur, í þunnum sneiðum

2 hvítlauksrif, skorin fínt

4 grainar af timian

80 gr. af Emmenthal osti, Gruyere eða Tindi, rifinn

60 gr. Parmesan ostur, rifinn

2 - 2 1/2 dl rjómi

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Bráðið smjör til að smyrja formin með að innan

Hér er ein uppskrift af yndis meðlæti, í  vopnabúrið í viðbót.  Dásamleg stök kartöflugratín, bökuð með rjóma hvítlauk og kryddi.  Frábær með allskonar hátíðarsteikum.  Endilega prófaðu ;-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200°C.  Kartöflurnar eru þvegnar og skrældar, síðan eru þær skornar mjög þunnt á mandólíni eða með mjög beittum hníf.  Laukurinn er skorinn í þunnar sneiðar á mandólíninu og hvítlaukurinn er skorinn mjög fínt eða pressaður.  Möffin form er smurt mjög vel að innan með bræddu smjöri.  Síðan byrjarðu að fóðra formin að innan með kartöflusneiðum, síðan lauk, hvítlauk, smá timian og Emmental osti og heldur þannig áfram þar til allt hráefnið er búið.  Ef þú ert að gera þetta fyrir fram, getur þú breytt yfir formin og stungið þeim í ísskápinn þar til á að baka þau.  Þegar á að baka þau er rjóminn kryddaður með salti og pipar og honum hellt í formin alveg að brúninni á formunum, toppað með rifnum Parmesan osti.  Bakað í 20-22 mín.,  Borin á borð sjóðheit.

Verði þér að góðu ;-)

Yndislegt 😘