Uppstúfur

Það semt til þarf er:

F. 4-5

1 kg. rauðar kartöflur, skornar í 2-4 bita, ef þær eru stórar

70 gr. smjör

70 gr. hveiti

7 ½ dl mjólk (ekki léttmjólk)

1 - 1 ½ dl vatn

½ tsk. salt

3 tsk. sykur

¼ tsk. hvítur pipar

Rifin múskathneta

Hvað kallar þú hann, jafning, hvíta sósu,uppstúfeða eitthvad nýtt? Ég á gamla "Kvennafræðarann" eftir Elínu Jónsson, fædd Briem frá, 1911. Það sést á uppskriftinn úr eirri bó að jafningurinn hefur lítið breyts í gegnum tíðina. Og já, það var til múskat í gamladaga alveg ein og núna. Ég elska lyktina af nýrifinni múskathnetu, það borgar sig að kaupa heilar hnetur, frekar en kaupa hana rifna í krukku. Allavega þá er sósan allra besta meðlætið með jólahangikjötinu, að öllu öðru ólöstuðu eins og Ora, grænum baunum auðvitað, rauðkáli og jólablandi í gasi. Þá er komin hátíð :-)

Svona geri ég:

Kartöflurnar eru, þvegnar, soðnar og skrældar. Smjörið er brætt á lágum hita í meðalstórum potti. Hveitinu er hellt út í smjörið og hrært stöðugt í á meðan, með písk. Smjörbollan er látin sjóða í smástund á lágum hita. Þriðjungi af mjólkinni er hellt út í pottinn og hrært stöðugt í á meðan, svo hveitið jafnist vel út, restinni af mjólkinni er hellt varlega út í og þeytt vel í pottinum á meðan. Suðan er látin koma upp, hrært í reglulega á meðan, til að passa að jafningurinn þykkni ekki of hratt og verði kekkjóttur. 1 dl af vatni er síðan hrært út í hann til að þynna hann aðeins, hugsanlega svolítið meira, ef þú vilt hafa hann þynnri. Kryddað með salti, sykri og pipar, síðan er smávegis af múskathnetunni rifin á fínu rifjárni yfir jafninginn og hrært vel í og smakkað til með meira kryddi og vatni eftir smekk. Kartöflunum er bætt út í og hitað að suðu og hrært í við og við á meðan. Borinn á borð með hangikjöti, rauðkáli og grænum baunum. Það er hægt að búa jafninginn til nokkru áður en á að bera hann á borð, en þá er hann hitaður á lágum hita og ágætt að smakka hann til með kryddi og vatni eða mjólk.

Verði þér að góðu :-)

Bestur með hangikjötinu 👌🏻🧑🏻‍🎄